Bílamálun

Bílamálun er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er þrjú ár að meðtöldu grunnnámi bíliðna, samtals fjórar annir í skóla og 32 vikna starfsþjálfun. Meginmarkmið námsins er að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu og færni til að gegna störfum bílamálara einkum við málun hvers kyns ökutækja og meðhöndlun tilheyrandi efna. Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Við sjáum um alla málun vegna viðgerðar.