Um Fyrirtækið

Lakkskemman var stofnuð af Árna Björnssyni, bílamálarameistara, árið 1984, og hefur alla tíð verið í eigu Árna og fjölskyldu. Í upphafi var fyrirtækið staðsett að Smiðjuvegi 40 og starfsmenn einungis tveir. Fljótlega flutti starfsemin í stærra húsnæði að Smiðjuvegi 38 og starfsmönnum fjölgaði. Veturinn 2002 flutti fyrirtækið svo starfsemi sína í eigið húsnæði að Skemmuvegi 30.

Í dag er starfsemin í því húsnæði, auk Skemmuvegs 32 og eru starfsmenn 9 alls.

Lakkskemman sérhæfir sig í bílamálun en sér einnig um réttingar á smærri tjónum. Starfsemin byggir aðallega á tjónaviðgerðum og viðhaldsvinnu einnig vinnum við fyrir öll tryggingafélögin. Auk þess erum við í samstarfi við Réttngaverkstæði Hjartar og Réttingaþjónustuna.

Lakkskemman er viðurkenndur þjónustuaðili fyrir Öskju, bílaumboð Mercedes Benz og KIA á Íslandi.