Um Fyrirtækið

Lakkskemman var stofnuð af Árna Björnssyni, bílamálarameistara, árið 1984, og hefur alla tíð verið í eigu Árna og fjölskyldu. Í dag er starfsemin að Skemmuvegi 30-32 og eru starfsmenn 8.

Lakkskemman er vottað alhliða bílamálunar og réttingarverkstæði. Starfsemin byggir aðallega á tjónaviðgerðum og viðhaldsvinnu og vinnum við fyrir öll tryggingafélögin. Auk þess erum við í samstarfi við Réttingaverkstæði Hjartar og sjáum við um alla málun fyrir þá.