Bílaleigubíll

Þegar um tryggingartjón er að ræða gætir þú átt rétt á bílaleigubíl. Kannaðu málið hjá þínu tryggingarfélagi.

Sé þess óskað sjáum við um að útvega bílaleigubíl á meðan að viðgerð stendur yfir og erum í samstarfi við bílaleiguna Átak.

Framvísa þarf gildu ökuskírteini og kreditkorti þegar bílaleigubíll er fenginn og leigutaki verður að vera orðin 20 ára.