Tjónamat

CABAS er tjónamatskerfi sem er notað til að meta viðgerðarkostnað vegna skemmda á ökutæki. Með tilkomu CABAS geta bíleigendur snúið sér beint til næsta CABAS verkstæðis þegar tjón verður.

Þegar verkstæði er merkt á þennan hátt getur tjónþoli snúið sér beint til næsta CABAS verkstæðis og látið meta umfang tjónsins um leið og viðgerðartími er pantaður. Verkstæðið sér síðan um að koma upplýsingum um tjónið til viðkomandi tryggingafélags.

Við tjónaskoðum fyrir öll tryggingafélögin og notumst við CABAS tjónamatskerfið til að reikna út kostnað viðgerðar.

Panta tíma í tjónaskoðun